ALLT fasteignasala sími
560-5500 kynnir Staðarvör 11. Glæsilegt einbýlishús sem mjög mikið hefur verið endurnýjað að innan sem utan, á mjög skjólsömum stað í Grindavík.
Allar nánari upplýsingar veitir Páll Þorbjörnsson lgf í síma 560-5501 og á nefanginu á [email protected] *** 4 – 5 svefnherbergi
*** Gott skipulag
*** Vandaðar nýjar innréttingar
*** Flottar gráar Parketflísar
*** Klæðning, járn á þaki og gluggar endurnýjað 2018-2022
*** Stórt bílaplan
*** Sólpallur með heitum potti
Nánari lýsingForstofa: Parketflísar og stór skápur
Forstofuherbergi: Rúmgott. Parketflísar á gólfi
Forstofusalerni: Flísar á gólfi, upphengt salerni, vaskur og sérsmíðaður skápur frá Grindinni.
Þvottahús: Flísar á gólfi, innrétting frá Brúnás. Frá þvottahúsi er geymsluloft.
Sjónvarpsherbergi: Flísalagt. Lögn í vegg fyrir snúrur.
Stofa: Með uppteknu lofti, flísar á gólfi, innfelld ljós. Gengið út á lokaðan sólpall.
Eldhús: Innréttingu frá Kvikk, Fönix borðplata frá Fanntófell, stór vaskur innfelldur í plötu, eyja með spanhelluborði frá Siemens, tveir bakaraofnar frá Siemens, innbyggð uppþvottavél með comfortlift. Búrskápur með útdraganlegum skúffum. Mikið skápapláss og gott vinnurými.
Herbergjagangur: Með gráum parketflísum
Tvö rúmgóð barnaherbergi: Parket á gólfi og skápar.
Hjónaherbergi: Með fataherbergi sem eru góðir skápar og spegill, útgengi út á framlóð. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Sérsmíðaðuð innrétting frá Grindinni. Stór walk in sturta með innbyggðum tækjum og sturtuhaus. Granít borðplata frá Fígaró. Upphengt salerni og handklæðaofn. Næturlýsing í innréttingu.
Sólpallur: Um 80 fm, heitur pottur með stýringu. Mjög gott íverusvæði. Ljós á palli.
Bílskúr: 50 fm með heitu og köldu vatn ásamt 3ja fasa rafmagni, lögn klár fyrir bílhleðslu.
Eignin var klædd að utan árið 2020-2021 með Cedral klæðningu sem er viðhaldslaus trefjasement klæðning. Ásamt því að skipta út öllum gluggum nema tveimur sem eru góðu ástandi. Járn á þaki endurnýjað 2018. Ljós í þakskyggni.
Innkeyrsla er mjög stór, lóð við framhlið er tyrfð ásamt hellulagðri og steyptri gönguleið. Lóð baka til er tyrfð. Þrefalt steypt ruslatunnuskýli.
Endurbætur sem hafa átt sér stað undanfarið í eigninni
2017 Bæði baðherbergi tekin í gegn
2018-2022 Eignin klædd að utan, sem og bílskúr. Skipt um glugga, útidyrahurðar og svalahurðar. Öll eignin endurnýjuð að innan, og innra skipulagi breytt. Eignin var teiknuð upp á nýtt, breytingar sem voru gerðar: endurnýjað neysluvatn, settur gólfhiti í alla íbúðina nema svefnherbergi og gólfhitastýringar, endurnýjað ofnakerfi, nýtt eldhús sem var áður þar sem sjónvarpsherbergi er í dag, ný gólfefni, nýir skápar, nýjar innihurðar, stór hluti raflagna endurnýjað og ný uppfærð rafmagnstafla.
Niðurlag: Stór skemmtileg eign sem hefur verið endurnýjuð að miklu leiti, hentar vel stórfjölskyldu, stutt í grunn- og leikskóla. Eign sem hefur verið farið í nánast allt viðhald fyrir komandi ár.
Nánari upplýsingar og skoðunarbókanir veitir: Páll Þorbjörnsson löggiltur fasteignasali [email protected] 560-5501ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:● Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ
● Víkurbraut 62, 240 Grindavík
● Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:
● Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
● Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.500.
● Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
● Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir, er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.