Gjaldskrá

Gjaldskrá Allt fasteigna 2023

nánari upplýsingar veita löggildir fasteignasalar á [email protected]. Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um endurgjald fyrir þjónustu ALLT FASTEIGNA ehf. Verðskráin gildir nema um annað hafi verið samið, þá til hækkunar eða lækkunar eftir eðli og magni viðskiptanna.

Sala fasteigna:

Einkasala 1.85% (2.3% með vsk) fasteignasali sýnir ,full þjónusta

Almenn sala 2.5% (3.1% með vsk) fasteignasali sýnir, full þjónusta

Lágmarkssöluþóknun 400.000 kr með vsk að viðbættum gagnaöflunarkostnaði

Söluþóknun innifelur verðmat fasteignarinnar, gerð söluyfirlits, gerð kauptilboðs, kaupsamnings, kostnaðaruppgjörs og afsals. Fyrir auglýsingar, myndatöku og skjalaöflun greiðist sérstaklega.

Aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup fasteigna þar sem aðilar hafa samið sín á milli með kaupverð og greiðslufyrirkomulag er 1% af söluverði auk vsk, þó aldrei lægri en kr. 248.000.- m/vsk. Sala félaga og atvinnufyrirtækja 5% af heildarsölu, þ.m.t. birgðir auk vsk.

Ýmis kostnaður:

Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 62.000 kr m/vsk fyrir þjónustu fasteignasölunnar, sem m.a. innifelur ýmiskonar ráðgjöf og aðstoð við kauptilboðsgerð, öflunar greiðslumats, þinglýsingarmeðferð kaupsamnings og afsals.

Seljandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 62.000 m/vsk, vegna öflunar gagna um eignir, svo sem vegna veðbandayfirlita, ljósrit teikninga og ýmissa skjala og netskráningu.

Kostnað við gerð og birtingu auglýsinga skal viðskiptamaður greiða samkvæmt gjaldskrá viðkomandi auglýsingamiðils hverju sinni. Kostnaður við ljósmyndun eignar er innifalin í verði ef söluferli á eign leiðir til kaupsamnings. Öðrum kosti hefur fasteignasali rétt á að rukka 30.000 kr m/vsk fyrir myndatöku.

Skoðun og verðmat fasteignar:

Fyrir verðmat á íbúðarhúsnæði reiknast engin þóknun.

Fyrir skriflegt verðmat á íbúðarhúsnæði er þóknunin kr 30.000 m/vsk

Fyrir skoðun og skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði sem ekki kemur til sölumeðferðar greiðist 0,1% af verðmatsfjárhæðinni (auk virðisaukaskatts) en þó að lámarki kr. 62.000 m/vsk

Sumarbústaðir

Sala sumarbústað 1,5% (1,86% með vsk) ( seljandi sýnir) skráningar og umsýslugjald sumarbústaða 100.000kr + vsk sem innheimtist ef bústaður er tekinn af sölu eða við kaupsamning. Sjái fasteignasali um að sýna bústaðinninnheimtist 3.5% ( 4.34% með vsk)

Önnur gjöld:

Atvinnuljósmyndari 30.000kr m/vsk

Vinna við veðflutning 20.000 kr m/vsk

Bifreið sett sem kaupverð 100.000kr m/vsk

Þóknun fyrir útleigu fasteigna:

Þóknun fyrir gerð einstaks leigusamnings um íbúðarhúsnæði skal vera kr. 30.000 + vsk, (aðeins skjalagerð)

Þóknun fyrir gerð einstaks leigusamnings um atvinnuhúsnæði skal vera grunngjald kr. 50.000 + vsk auk tímagjalds sem fer í viðtöl og gagnaöflun. (aðeins skjalagerð)

Þóknun fyrir að annast milligöngu um að koma á leigusamningi á almennu íbúðarhúsnæði skal samsvara 1/2 mánaðarleigu hins leigða auk virðisaukaskatts.

Sjái leigusali um að kynna eignina og eignin auglýst á vegum fasteignasölunnar.

Sjái fasteignasala um að kynna eignina skal gjald samsvara einni mánaðargreiðslu auk virðisaukaskatts.

Þóknun fyrir að annast milligöngu um að koma á leigusamningi á atvinnuhúsnæði skal samsvara einni mánaðarleigu hins leigða auk virðisaukaskatts, sjái leigusali um að kynna eignina og eignin auglýst á vegum fasteignasölunnar.

Sjái fasteignasala um að kynna eignina skal gjald samsvara einni og hálfri mánaðargreiðslu auk virðisaukaskatts.

Sé leigusamningur gerður til fimm ára eða lengri tíma skal þóknunin samsvara tveggja mánaða leigu auk virðisaukaskatts.

Ýmis skjalagerð og ráðgjöf:

Þóknun fyrir að fara yfir og athuga samninga og skjöl við sölu eða kaup fasteigna eða annarra eigna sem fasteignasali, lögmaður eða annar hefur gert er samkvæmt tímagjaldi eða leitið eftir tilboði hjá okkur.

Í þeim tilvikum sem gerð veðleyfa, veðbandslausnar, umboða, skuldabréfa og tryggingabréfa tengist ekki kaupsamningsgerð er þóknun kr. 5.000.- fyrir hvert skjal með vottun ef við á.

Þóknun fyrir munnlega ráðgjöf og leiðbeiningar er samkvæmt tímagjaldi.

Eignaumsýsla, skuldaskil og uppgreiðsla lána:

Þóknun fyrir vinnu við eignaumsýslu, gerð samninga um skuldaskil og uppgreiðslu lána er samkvæmt tímagjaldi.

Taki fasteignasalan við fjármunum sem notast til skuldaskila greiðist fyrir það samkv. tímagjaldi en þó að lágmarki kr. 12.500.- m/vsk Tímagjald er kr. 19.000 pr. klst. m/vsk. Ákvörðun þóknunar mótast af þeim fjárhagslegu hagsmunum sem tengjast því verki sem unnið er að.

Sé unnið að verki, þar sem ekki er sérstaklega samið um þóknun, skal þóknunin fyrir verkið ákvörðuð samkvæmt tímagjaldi. Þegar þóknun er ákvörðuð samkvæmt tímagjaldi skal tímaskrá fylgja reikningi.