ALLTfasteignasala sími 560-5500 kynnir í einkasölu Vesturhóp 29 í Grindavík. Fallegt og vel skipulagt einbýlishús. Birt stærð er 205 fm, fjögur svefnherbergi. Eignin er vel staðsett í nýlegu hverfi nálægt grunn og leikskóla, íþróttasvæði ásamt verslun og þjónustu.
*** Fjögur svefnherbergi *** Viðhaldslítið að utan *** rúmgóður bílskúr *** tvö baðherbergi
Nánari lýsing: Forstofa með flísum og góðum skáp Forstofu baðherbergi með upphengdu salerni, sturtuklefa og flísar að hluta ásamt innréttingu Stofa og eldhús er í einu opnu rými, flísar á gólfi, eldhúsinnrétting með granítplötum. Bjart rými og útgengni út á lóð. Nýr bakarofn. Eldhúsinnrétting nýlega sprautuð. Span helluborð. Sjónvarpshol er við herbergjagang, flísar á gólfi. Svefnherbergi eru fjögur, skápar í þremur af þeim. Möguleiki að útbúa fimmta svefnherbergið í bílskúr. Baðherbergi með góðri innréttingu, flísar á gólfi og hluta af veggjum, hornbaðkar með sturtuþili. Handklæðaofn. Útgengni út á baklóð. Heitt og kalt vatn inní vegg við handklæðaofn til að vera með sturtu. Bílskúr er innangengur frá íbúð og mjög rúmgóður, flísar á gólfi ásamt bílskúrshurðaopnara. Innst í bílskúr er góð innrétting ásamt skolvaski og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Bílskúr og þvottahús eru í einu opnu rými en á teikningu er það stúkað af. Útgengni út á baklóð. Geymsluloft gegnum fellistiga í bílskúr. Aðkoma og lóð: Stórt hellulagt bílaplan með snjóbræðslu að hluta. Verönd á þrjá vegu. Lóð að hluta tyrft.
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum: • Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ • Víkurbraut 62, 240 Grindavík • Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ Kostnaður kaupanda: • Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili. • Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.500. • Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni. • Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk. Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir, er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.