Miðtún 1
230 Keflavík
- Tegund Fjölbýli/ Tvíbýli
- Stærð 91 fm
- Stofur 1
- Herbergi 5
- Svefnherbergi 4
- Baðherbergi 1
- Inngangur Sér
- Byggingaár 1953
- Brunabótamat 41.700.000
- Fasteignamat 40.600.000
Lýsing
*** Fjögur svefnherbergi í íbúðinni
*** Nýtt lokað ofnakerfi og ofnar
*** Mjög vel staðsett íbúð
*** Stór og gróinn sameiginlegur garður
*** Öll helsta þjónusta í göngufæri, skólar, sund, íþróttir og verslun
Nánari upplýsingar veitir: Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali, í síma 560-5501, tölvupóstur [email protected].
Lýsing eignar: Komið er að Miðtúni 1 sem er tvíbýlishús. Gott aðgengi og sér hellulagt bílastæði við inngang hússins. Komið er inn í snyrtilega sameign þaðan sem gengið er upp teppalagðan stiga upp á aðra hæð.
Forstofugangur rúmgóður og parketlagður sem tengir öll rými eignar með góðum skáp og fatahengi.
Eldhús er einkar rúmgott dúklagt með stórum glugga sem gefur góða birtu í rýmið. Innrétting með efri og neðri skápum og skúffum. Helluborð og ofn í vinnuhæð.
Stofa/borðstofa eru samliggjandi bjart parketlagt rými. Geymslurými undir súð er í stofu. Búið er á að bæta við fjórða svefnherberginu þar sem auðvelt er að opna aftur á milli stofu/borðstofu.
Fjögur rúmgóð svefnherbergi eru á gangi, öll parketlögð og tvö með fataskápum.
Þvottahús/sturtuaðstaða er í enda gangs mjög rúmgott rými sem dúklagt og með sturtuklefa. Tenging er fyrir þvottavél og þurrkara.
Baðherbergi þarfnast standsetningar, salerni og skolvaskur.
Risloft í húsi í eigu beggja íbúða gefur eign aukna notkunar möguleika. Mannhátt undir mæni.
Sameiginlegur gróinn afgirtur garður.
Bílaplan við húseign er upphitað með afalli.
Vel staðsett eign i hjarta Keflavíkur
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 59.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.