Veiðilundur - lerkilundur 8
806 Selfoss
- Tegund Sumarhús
- Stærð 58 fm
- Stofur 1
- Herbergi 3
- Svefnherbergi 2
- Baðherbergi 1
- Inngangur Sér
- Byggingaár 1995
- Brunabótamat 35.150.000
- Fasteignamat 27.300.000
Lýsing
Opið hús laugardaginn 19.október nk milli 14 og 15. Elín Frímanns lgf tekur vel á móti ykkur.
ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu glæsilegt sumarhús við Lerkilund 8, 58,1 fm, sem er á 1653 fm eignarlóð í hverfi Veiðilundar. Um er að ræða fallegt og töluvert endurnýjað hús í landi Miðfells við Þingvallavatn. Nýlega er búið að byggja við húsið og endurnýja að innan.
** Lokað svæði með aðgangstýrðu rafmagnshliði.
** Eignarlóð
** Mikið endurnýjað og nýleg viðbygging.
** Málað sumar 2024 ásamt drenun var bætt.
** Góð aðstaða fyrir báta við vatnið og veiðileyfi í vatnið.
Fyrir nánari upplýsingar og skoðunarbókanir:
Elín Frímanns lgf
[email protected] | farsími: 8674885
Sæktu öll gögn hér
Nánari lýsing:
Þegar gengið er inn í húsið er komið inní nýlega viðbyggingu sem er með andyri og þvottahúsi/geymslu.
Þá er komið inn í alrými með stofu og eldhúsi.
Í húsinu eru 2 svefnherbergi. Svefnloft er yfir hluta af húsinu.
Baðherbergið er snyrtilegt með góðri walk-in sturtu sem er flísalögð, innrétting með vask, gólfhiti er á baðherbergi.
Harðparket er á alrými og herbergjum. Korkur er á þvottahúsi/geymslu og á svefnlofti. Flísar eru á gólfi á baðherbergi.
Húsið er kynt með varmadælu og varmaskiptir er í húsinu. Einnig eru rafmagnsofnar sem hægt er að setja í gang ef þarf.
Gegnumstreymishitari fyrir neysluvatn og sturtu.
Kalt vatn kemur úr borholu á svæðinu og er vatnsgjald innifalið í félagsgjaldi.
Góð verönd er fyrir framan húsið sem snýr í suður. Í garðinum er kofi sem hefur verið notaður sem geymla en hentar vel sem leikkofi fyrir börn.
Aðgangstýrt rafmagnshlið er inn og útaf svæði.
Gott félag er á svæðinu, Veiðilundur félag sumarbústaðaeigenda í Miðfellslandi Þingvalla.
Vetrarþjónusta svo húsið nýtist allan ársins hring.
Aðgangur er að veiði í Þingvallavatni.
Tæplega 60 mín akstur frá Höfuðborgarsvæðinu.
30 mín akstur á Selfoss.
Sett er inní kortagrunn Lerkilundur 8 806 Selfoss. Afleggjari vel merktur "Veiðilundur"
https://maps.app.goo.gl/9JjCv5hLrRUpArDd8
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 59.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.