Allt fasteignasala kynnir í einkasölu mjög fallega, rúmgóða og bjarta 5.herbergja efri sérhæð við Sunnubraut 38 í Reykjanesbæ. Eignin er 201.8 fm og þar af er bílskúr 60 fm. Eignin er björt,mikið endurnýjuð og hefur rúmgóðan bílskúr. Fjögur svefnherbergi eru í eigninni . Eldhús er bjart með fallegri viðarlitaðri innréttingu og er opið inn í borðstofu/stofu. Búið er að byggja yfir svalir að mestu en útgengt er af þeim út á litlar svalir. Baðherbergi er fallegt með ljósum flísum á gólfi, ljósar veggflísum, hvítri innréttingu, baðkari og upphengdu salerni. Rúmgott þvottahús með glugga, flísum á gólfi og innréttingu. Forstofa/stigagangur er mjög rúmgóður með náttúrustein á gólfi. Sameiginleg geymsla er í kjallara hússins. Rúmgott bílaplan.
Smelltu hér fyrir
Söluyfirlit*** Eignin hefur öll verið tekin í gegn síðastliðin 14.ár
*** Halógen lýsing í alrými.
*** Mjög vinsæl staðsetning í Holtaskólahverfi.
*** Frábær fjölskyldueign.
*** Skólp endurnýjað
*** Hús sprunguviðgert
Eldhús: Falleg viðarlituð innrétting, náttúrusteinn á gólfi.
Hjónaherbergi: Viðarlitaður fataskápur, eikarparket á gólfi.
Barnaherbergi: Eikarparket á gólfi.
Barnaherbergi: Eikarparket á á gólfi.
Barnaherbergi: Eikarparket á gólfi.
Baðherbergi: Ljósar flísar á gólfi, ljósar flísar á veggjum. Falleg hvít innrétting, baðkar og upphengt salerni.
Borðstofa/stofa: Afar rúmgóð og björt. Náttúrusteinn á gólfi. Útgengt út á svalir frá borðstofu/stofu.
Forstofa/stigagangur: Rúmgóður með náttúrustein á gólfi.
Þvottahús: Þvottahús er rúmgott, flísalagt með glugga og innréttingu.
Bílskúr: Stór bílskúr.
Bílaplan: Rúmgott bílaplan.
Pallur: Lítill pallur er fyrir framan inngang.
***Afar falleg, björt og vel skipulögð fjölskyldueign á frábærum stað í nálægð við grunnskóla, leikskóla, framhaldsskóla, verslun og fleira, sem sannarlega er vert er að skoða ***
Nánari upplýsingar og bókanir í skoðun veitir Bjarklind Þór lfs. í síma 690-5123 og á netfanginu
[email protected].
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.500 kr af hverju skjali.
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.