ALLT fasteignasala sími 560-5500 kynnir Guðnýjarbraut 15 í Innri – Njarðvík. Vel skipulagt 214,5 fm modern einbýlishús á einni hæð.
Íbúðarhlutinn er 174,5 fm og bílskúr er 40 fm samtals 214,5 fm. Lóð frágengin og með tveimur sólpöllum ásamt heitum pott. Bílaplan er hellulagt og upphitað. Gólfhiti er í húsinu. Borðplötur í eldhúsi og baðherbergjum ásamt gluggakistum í svefnherbergjum eru úr granít.
Mjög góð staðsetning í rólegri og lokaðri götu þar sem er stutt í grunnskóla, leikskóla og út á Reykjanesbrautina. Falleg gönguleið með fram sjónum er stutt frá. Allar nánari upplýsingar veitir Páll Þorbjörnsson lgf í síma 560-5500 og á netfanginu [email protected]
Stutt lýsing:Forstofa, sjónvarpshol, 2 svefnherbergi (auðvelt að bæta þriðja barnaherberginu við), hjónaherbergi með fataherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, gestasnyrting, 2 sólpallar, upphitað bílaplan og garður.
Nánari lýsing:
Forstofaer með flísum á gólfi. Stofa er stór og rúmgóð með góðri lofthæð og í opnu rými með eldhúsi. Flísar á gólfi og eru 2 útgangar á sitthvorn sólpallinn. Stærri pallurinn er mjög sólríkur. Eldhúser rúmgott og opið. Vönduð innrétting með tvöföldum ofni í vinnuhæð. Granít borð á innréttingu. Eyja með helluborði og granítbarborði sem hægt er að sitja við. Sjónvarpshol er með flísum á gólfi. Hjónaherbergi er rúmgott með flísum á gólfi, fataherbergi. Útgengt er á suðvestursólpall. Svefnherbergin eru 2og bæði rúmgóð með flísum á gólfum. Auðvelt að bæta við 3ja barnaherberginu. Granítgluggakistur eru í báðum herbergjum. Baðherbergier með flísum á gólfi og veggjum. Ljós innrétting með granítborði, bæði baðkar og sturta, upphengt salerni. Útgengt á suðvestursólpall úr baðherbergi. Þar er heitur pottur. Gestasnyrtinger með flísum á gólfi, innrétting með granítborði, upph. wc og handlaug. Þvottahús er á milli íbúðar og bílskúrs. Innrétting þ.s tæki eru í vinnuhæð. Flísar á gólfi. Bílskúr er 40fm og með flísum á gólfi. Geymsla er inn af bílskúr.
Glæsileg eign á fjölskylduvænum og fallegum stað í Innri Njarðvík. Nánari upplýsingar og skoðunarbókanir veitir:
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ
Víkurbraut 62, 240 Grindavík
Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:
Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.500.
Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir, er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.