ALLT FASTEIGNASALA kynnir í einkasölu:
Mjög fallegt, bjart og afar rúmgott 148.0 fm. 6 herbergja parhús æa tveimur hæðum við Ásabraut 13 í Reykjanesbæ. Eignin er virkilega rúmgóð, og hentar vel fyrir stærri fjölskyldur. 4 svefnherbergi. Salerni er á efri hæð og baðherbergi á neðri hæð. Rúmgott bílastæði fyrir framan húsið.
** FALLEG RÚMGÓÐ FJÖLSKYLDU EIGN SEM SANNARLEGA VERT ER AÐ SKOÐA **
* Nýlegir gluggar frá gluggavinum
* 4 svefnherbergi
* 2 baðherbergi
* í nálægð við fjölbrautaskóla, grunnskóla, leikskóla, verslunarkjarna, fimleikahús, fótboltahöll, íþróttahús og sundlaug. Nánari upplýsingar og skoðunarbókanir veita:
Unnur Svava Sverrisdóttir lögiltur fasteignasali á [email protected]
Elínborg Ósk Jensdóttir löggiltur fasteignasali á [email protected]
Nánari lýsing:
Efri hæð:
Hefur sérinngangForstofa: með flísum, fatahengi.Hurð að stiga upp á ris, sem hefur góða geymsluyfir allri hæðinni.
Eldhús: Hefur hvíta innréttingu,flísar á gólfi og milli innréttinga
Borðastofa/stofa: Er opin og björt, með parket á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með fataskáp og parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísar í á gólfi. Salerni og handlaug, hvít innrétting.
Gengið er niður teppalagðan stiga.
Neðri hæð:
Hefur einnig sér inngangSvefnherbergi: Rúmgott og parketlagt.
Svefnherbergi: Rúmgott með fataskáp og nýlegu parketi.
Svefnherbergi: Stórt og hefur hurð út í fallegan garð, nýlegt parket og góður fataskápur.
Baðherbergi: Baðherbergi með flísum á gólf og hefur 3 glugga. Hvít baðinnrétting, baðkar og salerni og sturta.
Þvottahús: Er á neðrihæð innangegnt úr lítilli forstofu.
Lítil en góð geymsla undir stiga.
Garður: Skjólgóður gróinn fallegur garður í suður átt, nýlegur geymsluskúr fyrir garðáhöld.Nýleg björt og góð yfirbyggð grillaðstaða.
Bílastæði: Stór innnkeyrsla með snjóbræðslukerfi að framanverðu húsi og helming af innkeyrslu. Geymslurými undir stigatröppum með hita og rafmagni.
Húsið hefur verið vel við haldið.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.500 kr af hverju skjali.
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.